Friday, September 29, 2006

Um bloggið

Á blogginu hef ég hugsað mér að hafa myndir af verkunum mínum. Hvort sem er eitt og sér eða af sýningum. Einnig langar mig að sýna brot af því sem ég hef verið að vinna með í kennslu. Ásamt því að vera nemandi í Listaháskóla Íslands, þar sem ég er að taka kennsluréttindi þá kenni ég í Reykholtskóla í Biskupstungum myndlist og heimilisfræði. Sjá nánar..
http://blog.central.is/flottaskotta/index.php?page=viewPage&id=1064157

Folald

smá brot af folaldi

Wednesday, September 27, 2006

Hleðslur











Í sumar var ég að hlaða úr torfi og grjót flögum. Þetta voru tveir veggir á móti hvor öðrum. Ég hef mikinn áhuga á hleðslum og hef verið að prófa mig áfram með þetta. Á linknum um hleðslur má líka sjá lágann hleðsluvegg í boga úr hrauni. http://tabblo.com/studio/stories/view/113757

Það sem ég er að gera í skólanum

Ég var að starta vefrallýi um mexíkóskann mat ásamt henni Hrönn Axels. Við gerðum bæði eintak fyrir nemendur og kennara. Markmiðið var að kynna mexíkóska matargerð fyrir nemendum og jafnframt átti verkefnið að æfa nemendur í að leita á veraldarvefnum. Sjá nánar í linkunum hér til hliðar.

Monday, September 25, 2006

Loksins

Náði að eyða Tabblo myndasíðunni út af blogginu og þá virðist allt vera komið í samt lag.

Bloggervandamál

Eitthvað gengur mér illa núna að komast inn á síðuna mína. Það kemur alltaf upp að síðan hafi horfið eða það sé einhver vandamál.

Sunday, September 24, 2006

Íslensk náttúra










Þessi mynd tók hún Sofia af Jökulsárlóni seinasta vor. Mér fynnst myndin mjög falleg enda Íslenska náttúran ólýsanlega dásamleg. Sofia er sænsk og vann sem heimilis hjálp hjá mér seinasta vetur svo ég gæti stundað námið í LHI.

Málverk af hesti













Hestur. Stærð 100x140 cm. Olía,kol og hrosshár á striga.

Saturday, September 23, 2006

Leirverkefni










Þessar dýrakrúsir voru unnar af 3-4 bekk hjá mér í fyrra í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Krakkarnir mótuðu nokkuð ferkantað form og skáru svo úr á milli fóta eða mótuðu fætur með því að teygja leirinn. Höfuðið var í flestum tilfellum mótað sér og fest á. Tekið var innan úr fótum og höfði. Fyrst voru dýrin hrábrend svo settur glerungur og brennt aftur.

Wednesday, September 20, 2006

Myndlistasýning

Árátta og þráhyggja dagsins

Það er búið að taka mig hálfann daginn að koma inn sjálfsmynd af mér í prófílinn. Þetta var farið að nálgast þráhyggju því ég ætlaði ekki að hætta fyrr en mér tækist að klára málið. Líklegast verður öll þessi tölvuvinna hálfgerð árátta því nú ættla ég að reyna að koma inn slædum á bloggið.

Sunday, September 17, 2006

Útigangshross












Sýning haldin veturinn 2004 á bókasafninu á Selfossi og á veitingastaðnum Ánæstugrösum. http://www.anaestugrosum.is/. Verk unnin 2004. Sýningin tileinkuð útigangshestinum. Sjá nána http://sigurlinak.blogspot.com/2006/09/myndlistasning_115878919371127514.html.

Uppskeran



Það er góð uppskera í ár. Vorum að taka upp þessar yndislegu rauðu kartöflur. Stelpurnar gátu valla beðið eftir að fá að smakka.

Thursday, September 14, 2006

Hestar


Olía á striga. 110x85 cm.

Dagur í kennslu.

Var að skoða vef sem gæti nýst ágætlega í myndlistakennslu hann heitir vefbanki Valla.

Wednesday, September 13, 2006

Fuglar í tré




Gerðum skemtilegt verkefni í fyrra með pappamassa. Þetta voru hressir krakkar í 4.bekk. í Reykholtsskóla sem gerðu þetta verkefni. Það var tvíþætt. Annarsvegar að gera tvö tré í tveimur 6 manna hópum, nokkursskonar samvinnuverkefni. Hins vegar gerði svo hver nemandi sinn fugl í tréð. Verkefnið reyndi töluvert á samvinnu krakkana og úthald því þetta var tímafrekt að líma lögin af pappírnum á og láta þorna á milli.

Min fyrstu skrif

Þetta tókst en ekki áfalla laust með svona flottri stafsetningar villu í nafninu mínu. En það er jú minn akkilesarhæll. Svo ég byðst hér með afsökunar á öllum þeim stafsetningarvillum sem eiga eftir að byrtast á þessu bloggi. Ég hef hugsað mér að hafa þetta blogg fyrir verkin sem ég hef verið að vinna að á seinustu árum bæði listaverk og það sem ég hef verið að gera í kennslunni minni í Reykholtsskóla í Biskupstungum, en þar kenni ég aðalega myndlist og heimilisfræði ásamt að grípa í leikfimiskennslu. Líklegast verð ég að fá leyfi nemenda ef ég nota myndir sem ég hef tekið úr kennslustofunni.