Min fyrstu skrif
Þetta tókst en ekki áfalla laust með svona flottri stafsetningar villu í nafninu mínu. En það er jú minn akkilesarhæll. Svo ég byðst hér með afsökunar á öllum þeim stafsetningarvillum sem eiga eftir að byrtast á þessu bloggi. Ég hef hugsað mér að hafa þetta blogg fyrir verkin sem ég hef verið að vinna að á seinustu árum bæði listaverk og það sem ég hef verið að gera í kennslunni minni í Reykholtsskóla í Biskupstungum, en þar kenni ég aðalega myndlist og heimilisfræði ásamt að grípa í leikfimiskennslu. Líklegast verð ég að fá leyfi nemenda ef ég nota myndir sem ég hef tekið úr kennslustofunni.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home