Leirverkefni
Þessar dýrakrúsir voru unnar af 3-4 bekk hjá mér í fyrra í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Krakkarnir mótuðu nokkuð ferkantað form og skáru svo úr á milli fóta eða mótuðu fætur með því að teygja leirinn. Höfuðið var í flestum tilfellum mótað sér og fest á. Tekið var innan úr fótum og höfði. Fyrst voru dýrin hrábrend svo settur glerungur og brennt aftur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home