Monday, October 16, 2006

Heimasíður

Í dag var verið að opna heimasíðu Reykholtskóla þ.e. Grunnskóla Bláskógabyggðar. Þar er ég að kenna mér líst ágætlega á heimasíðuna og vona að hún verði til góðs fyrir skólann. Ég sjálf hef verið á kafi í heimasíðugerð hjá Sibbu og er það virkilega spennandi. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.

Friday, October 06, 2006

Torfhús










Ég hef mikinn áhuga á torbæjum og gömlum burstabæjum. Fyrir þá sem hafa áhuga þá bendi ég á tvær síður á netinu önnur er myndasíða frá Stokkum og Steinum hin er ptf skjal um hleðslutækni http://www.simnet.is/stokkarogsteinar/ www.islenskibaerinn.com/rannsoknir.html http://www.skagafjordur.is/upload/files/VII-Torf%20til%20bygginga(2).pdf#search=%22torfhle%C3%B0sla%22. Hér fyrir ofan má sjá mynd af torfhúsi sem ég var með 4 hesta í á Árbæjarsafni fyrir ca.14 árum. Þetta var yndislegt hús alltaf passlega hlýtt. Heyið sem ég gaf hestunum var útihey og fóðruðust þeir vel af því.