Wednesday, February 11, 2009

Ketlingarnir mínir


Tveir yndislegir kettlingar 11. vikna fást gefins. Þeir eru kassavanir og vel upp aldir. Eru vanir börnum þeir óska eftir góðu heimili hvort sem er á sama stað eða sitt hvoru heimilinu. þeir eru báðir svartir og hvítir sá með brosrendurnar er fress en sú með hvíta blettinn öðrum megin á efri vör er læða. Upplýsingar í síma 695-1541 eða 482-1540 . Sigurlína

Saturday, February 07, 2009

Ný mynd


Hef verið að mála nærmyndir af hestum. Þessi er máluð með olíu á stiga. Myndin er c.a 12x25 cm.

Friday, February 06, 2009

Febrúar


Það er langt síðan ég hef sett eitthvað hér inn. Það er kominn tími til að halda þessari síðu við . Ég er búin að vera á fullu að mála myndir svo það er kominn tími til að sýna nýjar myndir sem ég mun setja hér inn á næstu dögum. Þessa mynd málaði ég af Borða frá Fellskoti fyrir 2-3 árum. Myndin er í eigu Hauks Daðasonar eins af eigendum Borða.